
LÖGMENN JÓNAS ÞÓR
Stofnað 1999
Sérfræðingar í málefnum sjómanna,
slysa- og skaðabótamálum


Um okkur
Við leggjum sérstaka áherslu á lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu í málefnum sjómanna vegna sjóslysa, ágreinings um kjara- og launamál og önnur vinnuréttindi. Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að bótauppgjöri vegna vinnuslysa. Skjólstæðingar okkar fá þá aðstoð sem þarf við að sækja rétt sinn svo viðkomandi geti einbeitt sér að því að ná bata. Tökum einning að okkur önnur slysa- og skaðabótamál Flutningur mála á öllum dómstigum sem og alla aðra almenna lögmannsþjónustu.
Höfum mikla reynslu af hagsmunagæslu vegna slysamála, kjara- og launamála og annarra mála sem snerta sjómenn og störf þeirra. Bótamál vegna vinnuslysa sjómanna geta verið flókin og að mörgu að hyggja. Við sjáum um að innheimta bætur vegna launataps og varanlegs líkamstjóns í kjölfar slysa, fylgjum málum vel eftir allt frá upphafi og styðjum vel við þig meðan þú ert að koma fótunum undir þig aftur í kjölfar slyss. Einnig sinnum við málum sem varða ágreining um launauppgjör, veikindarétt, uppsagnir og annað sem tengist kjaramálum sjómanna. Stofan var stofnuð árið 1999 og hafa lögmenn stofunnar alla tíð unnið náið með sjómönnum og verkalýðsfélögum þeirra og sinna meðal annars lögfræðiráðgjöf og lögmannsstörfum fyrir Sjómannafélag Íslands og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna.

Fáðu ráðgjöf
Endilega hafið samband ef þið hafið spurningar eða viljið ráðgjöf. Við athugum hvort ykkar mál se bótahæft ykkur að kostnaðarlausu.



